Kaupskilmálar vefverslunar


Velkomin í vefverslun Krúttís sem er í eigu og rekstri Krúttís ehf. kt. 630221-1450. Hér eftir verður notast við „við“, „okkur“ og „okkar“ þegar átt er við Krúttís.

Vinsamlegast lestu skilmálana vandlega áður en þú verslar í vefverslun okkar. Með því að nota vefverslun Krúttís samþykkir þú þessa skilmála.

1. ALMENN ÁKVÆÐI

Skilmálar þessir gilda um viðskipti með vöru og þjónustu í vefverslun Krúttís (hér eftir nefnd vefverslun). Með því að nota vefverslunina og leggja inn pöntun á vöru eða þjónustu samþykkja kaupendur skilmála þessa. Skilmálar þessir og aðrar upplýsingar í vefverslun eru einungis veittar á íslensku.

Skilmálar þessir gilda um viðskipti kaupanda og seljanda á vörum og þjónustu í gegnum vefverslun. Ef ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003 eða laga um þjónustukaup nr. 42/2000 eru kaupanda sem neytanda, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 48/2003, hagstæðari en ákvæði þessara skilmála skulu þau gilda framar ósamrýmanlegum ákvæðum skilmálanna. Sé kaupandi ekki kaupandi gildir framangreint ekki. Skilmálum þessum til fyllingar gilda að öðru leyti ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 þar sem ákvæðum þessara skilmála sleppir. Kaupendur eru beðnir um að lesa skilmála þessa vandlega áður en gengið er frá pöntun í vefverslun. Hér eru gefnar upplýsingar um seljanda, hvernig hafa má samband almennt og vegna kvartana, hvernig viðskiptin ganga fyrir sig, um afhendingu vara, breytingu á pöntunum og önnur mikilvæg atriði. 

2. UM SELJANDA OG KAUPANDA

Seljandi í vefverslun er Krúttís ehf., kt. 630221-1450 (hér eftir "Krúttís"). Skráð virðisaukaskattsnúmer Krúttís ef 140422. Kaupandi er sá aðili sem leggur inn pöntun og er skráður kaupandi á reikningi. 

3. ÞJÓNUSTA OG UPPLÝSINGAR

Upplýsingum og athugasemdum í tengslum við vefverslun og pantanir má koma á framfæri með tölvupósti á kruttis@kruttis.is. Kaupandi getur einnig hringt í síma 853-3264 eða 844-3264. 

4. PÖNTUN OG SAMNINGSGERÐ

Þegar kaupandi hefur staðfest pöntun í vefverslun er honum birt staðfesting þess efnis og er hún þá skuldbindandi fyrir kaupanda og seljanda með þeim frávikum sem í skilmálum þessum greinir. 
Í vefverslun er kaupanda boðið að velja afhendingamáta vöru annað hvort með því að sækja vörurnar eða fá vörurnar sendar á afhendingarstað innan höfuðborgarsvæðisins. Þá skal kaupandi velja fyrirkomulag greiðslu í vefverslun við pöntun.
Seljandi áskilur sér rétt til þess að afgreiða ekki pöntun í heild eða að hluta í eftirfarandi tilvikum: 
(1) Ef pöntuð vara reynist uppseld; (2) ef talið er að villa sé í pöntun eða vefverslun; s.s. vegna misritunar eða hugbúnaðarvillu; (3) ef grunur leikur á að aðgangur kaupanda sé misnotaður eða hugbúnaður vefverslunar; (4) ef vörur eru innkallaðar af heildverslun, framleiðanda eða heilbrigðiseftirliti eða talið er að vörur kunni að ógna öryggi neytenda af öðrum ástæðum. 
Ef seljandi breytir pöntun eða afgreiðir pöntun ekki í heild eða hluta samkvæmt framansögðu mun seljandi senda kaupanda tilkynningu um það og upplýsa í hverju breytingar felast, um ástæður breytinga og um hvaða úrræði kaupanda standa til boða eftir atvikum. 
Kaupandi skal kynna sér gaumgæfilega lokauppgjör þegar það berst og ganga úr skugga um að það sé í samræmi við pöntun. 

5. UPPLÝSINGAR UM VERÐ, VÖRUR OG BIRGÐASTÖÐU

Verð á vörum eru gefin upp í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti. Verð geta breyst án fyrirvara. Í þeim viðskiptum sem stofnað er til í vefverslun gildir það verð sem var í gildi þegar pöntun var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu. 
Heildarkostnaður kaupanda er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun, þ.e. fjárhæð vörukaupa, þjónustugjald, kostnaður vegna sendingar, og virðisaukaskattur. Upplýsingar um eiginleika útlit og birgðarstöðu vöru í vefverslun og útsendum póstum og auglýsingum eru veittar samkvæmt bestu vitund seljanda. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um birgðarstöðu, bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum.

Við kappkostum að hafa réttar lýsingar og vörumyndir í vefverslun okkar. Upp geta komið tilvik þar sem um minniháttar litamun eða umbúðamun getur verið að ræða. Að öðru leyti eru upplýsingar birtar með fyrirvara um innsláttarvillur eða minniháttar uppfærslutafir.

6. UM FERIL GREIÐSLNA

Í vefverslun er boðið upp á að inna greiðslu af hendi með skuldfærslu á debet og kreditkort.
Vörur eru afhentar eftir að skuldfærsla á greiðslukorti hefur farið fram.
Seljandi áskilur sér rétt til að bakfæra skuldfærða greiðslu, að frádregnum kostnaði skv. 7. gr., ef kaupandi hefur ekki sótt vörur eða tryggt móttöku vara innan 24 klst. frá því að kaupandi sagðist ætla að tryggja móttöku vara. 
Allar greiðslur með greiðslukortum eru framkvæmdar með öruggri greiðslugátt Valitor. Seljandi ber ekki ábyrgð á töfum eða synjun á afhendingu neiti útgefandi greiðslukorts að heimila skuldfærslu og greiðslu til seljanda. 

7. AFHENDING PÖNTUNAR OG TILKYNNINGAR UM SEINKUN

Eftir að skuldfærsla hefur farið fram og seljandi hefur tilkynnt kaupanda um lokauppgjör mun seljandi afhenda kaupanda vöru á afhendingastað eða senda hana til kaupanda á fyrir fram ákveðnum afhendingartíma.
Ef afhendingu seinkar eða fyrirséð er að sendingu seinki um meira en hálfa klukkustund frá fyrir fram ákveðnum afhendingartíma mun seljandi tilkynna kaupanda um það ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar.
Ef kaupandi sækir ekki vörur innan 24 klukkustunda frá því að seljandi sendi staðfestingu á að vörur væru tilbúnar til afhendingar áskilur seljandi sér rétt til að bakfæra skuldfærslu á greiðslukort kaupanda að frádregnu gjaldi vegna kostnaðar sem hlýst samantekt pöntunar og er ákveðið í verðskrá seljanda.

Pantanir eru afgreiddar á fimmtudögum og föstudögum, heimkeyrsla er í boði gegn gjaldi á stór-Reykjavíkusvæðinu.

8. YFIRFERÐ Á VÖRUM

Eftir að kaupandi hefur móttekið vörurnar skal hann, án ótilhlýðanlegrar tafar, kanna hvort allar pantaðar vörur hafi verið afhentar og hvort þær séu ógallaðar og að ástand þeirra og eiginleikar sé í samræmi við upplýsingar seljanda.
Ef kaupandi telur að kaupandi telur að vara sé gölluð skal hann tilkynna það til seljanda á ótilhlýðanlegrar tafar.

9. RÉTTUR KAUPANDA VEGNA GALLA EÐA VIÐ GALLA EÐA VÖNTUN

Ef kaupandi telur að vara sé gölluð ber hpnum að tilkynna seljanda um það á ástæðulauss dráttar og með sannanlegum hætti. Sama gildir ef það skortir á að allar pantaðar og greiddar vörur hafi verið afhentar.
Um frest kaupanda til að tilkynna um galla og úrræði hans fer eftir ákvæðum laga um neytendakaup og aðli máls ef kaupandi er neytandi en að öðrum kosti samkvæmt lögum um lausafjárkaup. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna innan eðlilegra tímamarka hvort varan sé gölluð.

10. ÁBYRGÐ

Ekki er hægt að skila vörum keyptum í vefverslun Krúttís. Ef óánægja kemur upp með gæði eða nákvæmni upplýsinga um vöru í vefverslun eru viðskiptavinir hvattir til þess að hafa samband. Athugið að taka þarf fram hvað það var sem að óánægja var með og pöntunarnúmer skal sent á netfangið kruttis@kruttis.is

11. PERSÓNUUPPLÝSINGAR

Við virðum friðhelgi þína og meðhöndlum persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 90/2018 persónuverndarstefnu Krúttís sem er aðgengileg á vef Krúttís. Þegar verslað er í vefverslun þarf að gefa upp nafn, heimilisfang og netfang. Þessar upplýsingar eru eingöngu nýttar til að ganga frá pöntun, en kaupsaga er vistuð áfram á öruggu svæði sem er læst. Athugið að kortanúmer eru aldrei geymd á vefsvæðum okkar og einungis er hægt að sjá tegund greiðslu, ef fletta þarf upp pöntun. Við deilum aldrei persónuupplýsingum með þriðja aðila.

12. ÓFYRIRSÉÐA ORSAKIR (FORCE MAJEURE)

Hvorki seljandi né kaupandi eiga rétt til skaðabóta á hendur gagnaðila þegar vanefndir orsakast af óviðráðanlegum eða ófyrirséðum atvikum sem ekki eru til staðar við samningsgerð, svo sem vinnudeilum, styrjöldum, uppreisnum, náttúruhamförum, óveðri, aðgerðum stjórnvalda á sviði gjaldeyris- og viðskiptamála, breytingum stjórnvalda á lögum og reglugerðum, viðskiptabönnum, hafnbönnum, almennum samgönguhindrunum, orkuskorti og sambærilegum óviðráðanlegum atvikum.

13. BREYTINGAR Á SKILMÁLUM

Seljandi áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum án fyrirvara. Við breytingar á skilmálum verður uppfærð útgáfa þeirra birt á síðu vefverslunar, gildir hún þá um öll viðskipti sem stofnað er til eftir birtingu þeirra. 

14. ÚRLAUSN ÁGREININGSMÁLA

Seljandi leggur áherslu á að leyst sé úr hvers kyns umkvörtunum kaupanda og hugsanlegum ágreiningsmálum aðila með samkomulagi og á sem einfaldastan hátt fyrir báða aðila.  

Vefverslun þessi er opin öllum en við erum ekki ábyrg fyrir rangri notkun síðunnar né erum við skuldbundin til að eiga alltaf allar vörutegundir til á lager. Ekki er hægt að skila vörum keyptum á netverslun.

Rísi réttarágreiningur í tengslum við skilmála þessa skal bera hann undir Héraðsdóm Reykjavíkur.

Skilmálar þessir gilda frá 31. maí 2021.